Kvöldopnun, Klúbbur Listahátíðar og Partí & kjaftæði

Klúbbur Listahátíðar og Partí & kjaftæði

Í tilefni af Listahátíð í Reykjavík er sýningin Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi opin kl. 10-22.00 alla daga til 16. júní.

Klúbbur Listahátíðar er starfræktur í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi dagana 2.-17. júní. Í klúbbnum eru fjölbreyttir, ókeypis viðburðir dag hvern; í hádegi, síðdegis og á kvöldin. Klúbburinn er opinn til kl. 23.00 alla daga til 16. júní og til kl. 17.00 á 17. júní. Í klúbbnum er seldar léttar veitingar, súpur, samlokur og drykkir.

Eldabuskurnar Ólafur Örn Ólafsson og Kjartan Óli Guðmundsson hafa yfirumsjón með veitingunum. 

Þeir félagar, Ólafur og Kjartan, hafa einnig hreiðrað um sig á 2. hæð Hafnarhússins með popp-upp vínbarinn Partí & kjaftæði, þar sem áhersla verður á náttúruvín, náttúrumat og 90's hip hop. Þar verður einnig opið til kl. 23.00 alla daga til 16. júní og til kl. 17.00 á 17. júní.

Ókeypis er inn á alla viðburði hjá Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsi.