Kærleikskúlan afhent á Kjarvalsstöðum

Peggý Ólöf Helgason og Guðni Th. Jóhannesson

Peggý Ólöf Helgason tók við Kærleikskúlunni í ár úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni Sigurðsson, á heiðurinn að fjórtándu Kærleikskúlunni sem hann nefnir Sýn. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúða fyrir fötluð börn í Reykjadal. Peggý hefur í tvo áratugi glatt langveik og fötluð börn á Barnaspítala Hringsins þar sem hún bregður sér í hlutverk trúðsins doktors Olivers. Einnig kom Peggý og eiginmaður hennar á fót Vildarbarnasjóði Icelandair sem hefur um árabil styrkt langveik börn og fjölskyldur þeirra til ferðalaga. Kærleikskúlan verður meðal annars seld á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi.