Jólastemming: Kaffi og matstofa Frú Laugu

Kaffi og matstofa Frú Laugu býður upp á úrval hollra og ljúffengra rétta úr gæðahráefni. Yfir jólin má meðal annars gæða sér á jólalagtertu að hætti Frú Laugu og sérlöguðu, krydduðu og heitu súkkulaði eða jólaglöggi.

Kaffi og matstofa Frú Laugu er opin alla daga kl. 10-17 og fimmtudaga kl. 10-22.

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir