Jaðarber: Áki Ásgeirsson, Hafnarhús, miðvikud. kl. 20

Áki Ásgeirsson tónsmiður varð fertugur á árinu og verður af því tilefni með portretttónleika í tónleikaseríu Jaðarbers. Flytjendur á tónleikunum eru Páll Ivan frá Eiðum, Sunna Ross, Ásthildur Ákadóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.

Jaðarber er tónleikaröð sem unnin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og leggur áherslu á frumlega og tilraunakennda en jafnframt spennandi tónlist.
Tónleikarnir hefjast kl. 20, miðvikudaginn 11. nóv. og aðgangur er ókeypis.