Iceland Airwaves 2016

Iceland Airwaves 2016

Hafnarhúsið iðar af tónlist á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember.

Fimmtudagskvöldið hefst með Mána Orrasyni og hljómsveit kl. 19.20. JFDR (Jófríður Ákadóttir) tekur svo við kl. 20.10. Hin bandaríska Julia Holter kemur fram kl. 21.00 og landi hennar Margaret Glaspy kl. 22.10. Hljómsveitin Mammút lokar svo kvöldinu frá kl. 23.20.

Á föstudagskvöldinu hefur hljómsveitin Kreld leikinn kl. 20.00, hin bandaríska King kemur þar á eftir kl. 20.50, þá hljómsveitin Vök frá kl. 21.50. Breska bandið Minor Victories spilar frá kl. 22.50 en lokatónarnir eru í höndum hljómsveitarinnar Samaris frá kl. 00.10.

Í tilefni af Iceland Airwaves býðst gestum Hafnarhússins leiðsögn um sýningarnar frá fimmtudegi til sunnudags kl. 15. 20% afsláttur fyrir handhafa Airwaves armbanda

Vegna undirbúnings tónlistarhátíðarinnar verður Hafnarhúsið lokað milli 17-19 á fimmtudag og eingöngu opið fyrir tónleikagesti um kvöldið. Sýningar Hafnarhúss opna aftur föstudag 5. nóvember kl. 10.