Hluti úr Berlínarmúrnum settur upp við Höfða

Hluti úr Berlínarmúrnum hefur verið sett upp við Höfða í Borgartúni. Listamiðstöðin Neu West Berlin í Berlín gaf Reykjavíkurborg verkið og tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega á móti því sl. laugardag.
Verkið er um 4 tonn að þyngd en viðlíka verk hafa verið gefin víða um heim. Sambærilegir vegghlutar eru t.d. staðsettir við Wende Museum í Los Angeles, við Aspen Art Museum í Colorado, við Imperial War Museum í London og við Ronald Reagan bókasafnið í Simi Valley í Kaliforníu.
Fulltrúar listamiðstöðvarinnar í Berlín og fulltrúar Samskipa sáu um flutning verksins frá Þýskalandi til Íslands.
Það þykir við hæfi að setja verkið upp við Höfða þar sem leiðtogafundurinn fór fram árið 1986 en hann er talinn meðal þeirra lykilviðburða er markaði upphafið að endalokum Kalda stríðsins og þar með falls Berlínarmúrsins árið 1989.