Hausttilboð á árskorti fyrir 18-28 ára

Árskortstilboð

Árskort á betra verði! 

Við erum með sérstakt hausttilboð á árskortum í Listasafn Reykjavíkur fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 28 ára.

Tilboðið gildir aðeins í takmarkaðan tíma og hægt verður að fá kortið á aðeins 1.900 kr. í stað 3.900 fram til 15. október. Þetta er kjörið tækifæri til þess að tryggja sér aðgang á Listasafn Reykjavíkur ár fram í tímann.

Í heilt ár færðu frítt inn á allar sýningar og viðburði í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreytt úrval spennandi sýninga og viðburða allt árið um kring.

Árskortshafar fá boð á sérstaka viðburði á vegum safnsins með leiðsögn og upplýsingum um myndlist og listamenn.

Að auki fá árskortshafar 10% afslátt í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur. 

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta kostaboð!