Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson lesa upp á Kjarvalsstöðum

Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson

Skáldin Hallgrímur Helgason og Kristján Þórður Hrafnsson lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 17. desember kl. 12.15. Hallgrímur les uppúr bók sinni Sjóveikur í München og Kristján Þórður uppúr ljóðabókinni Tveir Elvis aðdáendur og fleiri sonnettur..

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum býður uppá girnilegar veitingar sem tilvalið er að njóta meðan á upplestrunum stendur en meðal þeirra er jólaplatti fullur af kræsingum.