Hafnarhús opið til kl. 22 alla fimmtudaga í sumar

RÍKI – flóra, fána, fabúla, Hafnarhús

Boðið er upp á tvær leiðsagnir á ensku á föstudögum í sumar – á Kjarvalsstöðum kl. 14 um sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur og leiðsögn um Hafnarhúsið kl. 16.

Aðgangseyrir er kr. 1.500, gildir samdægurs á öll söfnin – Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og Hafnarhús. Frítt fyrir menningarkortshafa, börn, aldraða (70+) og öryrkja.