Guðný Rósa á Kjarvalsstöðum í haust

Guðný Rósa á Kjarvalsstöðum í haust

Myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir hefur verið valin til þess að halda yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum næsta haust. Guðný Rósa sýnir þá verk sín í sýningarröð á Kjarvalsstöðum þar sem sjónum er beint að ferli starfandi listamanna sem þegar hafa með fullmótuðum höfundareinkennum sett svip sinn á íslenska listasögu. Guðný Rósa fetar þar í fótspor Sigurðar Árna Sigurðssonar, Ólafar Nordal, Haraldar Jónssonar og Önnu Líndal. 

Verkin á sýningunni spanna rúmlega 20 ára feril Guðnýjar en hún hefur á ferli sínum leitað í umhverfi sitt og reynsluheim til innblásturs. Hún hefur unnið í fjölbreytta miðla, líkt og hljóð og skúlptúra en pappírsverk hennar hafi verið fyrirferðarmikil á ferlinum. Verkin einkennast af nákvæmni og fínleika en eru viðfangsefnin eru oftar en ekki einlæg og persónuleg.
 
Guðný er fædd í Reykjavík, 1969. Hún stundaði nám í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í L‘Ensav La Cambre í Brussel og í HISK í Antwerpen í Belgíu. Hún hefur sýnt verk sín á einkasýningum hér á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Verk hennar má finna í opinberum söfnum í Frakklandi, Belgíu, Slóveníu og Íslandi. Guðný Rósa býr og starfar í Belgíu.
 
Sýningarstjóri og ritstjóri sýningaskrárinnar er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.