Góðgerðarsýning UNICEF á Hvítt í Hafnarhúsinu

Gerður var góður rómur að barnaleiksýningunni Hvítt í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Allur ágóði rann til barna í Sýrlandi á vegum UNICEF. Aðeins eru örfáar sýningar á þessu fallega leikriti sem sérsniðið er að þörfum yngstu barnanna, barna á leikskólaaldri. Gaflaraleikhúsið stendur að sýningunni og eru leikendurnir tveir, María Pálsdóttir og Virginia Gillard. Um sýningartíma má sjá nánar á vef Listasafns Reykjavíkur undir viðburðir.