Gjörningur á Þingvöllum í dag

Þúsund sítrustré á Þingvöllum

Listamaðurinn  Michael Joaquin Grey (f. 1961) sem tekur þátt í sýningunni Aftur í sandkassann fremur táknrænan gjörning á Þingvöllum í dag  kl. 11.45 sem nefnist Þúsund sítrustré á Þingvöllum.  Gjörningurinn felst í að listamaðurinn kemur á Þingvöll með sítrustré og afhendir hópi grunnskólabarna til umsjár.  Gjörningurinn er táknrænn að því leyti að með honum er verið er að vísa í örar breytingar á t.d. veðurfari, fólksflutningum og náttúrulífi.