Get ekki teiknað bláklukku: Síðasta sýningarhelgi

Get ekki teiknað bláklukku: Síðasta sýningarhelgi

Síðasti dagur sýningarinnar Jóhannes S. Kjarval: Get ekki teiknað bláklukku er sunnudagurinn 16. febrúar.

Listamaðurinn Eggert Pétursson (f. 1956) hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals. Þegar hann tók verkefnið að sér fyrir Listasafn Reykjavíkur ákvað Eggert að rannsaka blómaþáttinn í verkum Kjarvals og taka verkefnið listrænum tökum.