Fyssa gangsett

Fyssa gangsett. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí verður gangsett í Grasagarðinum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, og mun prýða garðinn í sumar fram að fyrsta vetrardegi.  

Verkið var gangsett aftur árið 2019 eftir sex ára hlé en þá tók Listasafn Reykjavíkur að sér umsjón með verkinu.