Fyssa eftir Rúrí sett í gang á sumardaginn fyrsta

Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí verður gangsett í Grasagarðinum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl, og mun prýða garðinn í sumar fram að fyrsta vetrardegi.  

Verkið var gangsett aftur árið 2019 eftir sex ára hlé en þá tók Listasafn Reykjavíkur að sér umsjón með verkinu.

 

HÉR má lesa nánar um verkið og listakonuna Rúrí.