Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum í vetrarfríinu

Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inná Listasafn Reykjavíkur í tilefni af vetrarfríi grunnskóla borgarinnar frá 23. -27. október. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og skemmtileg dagskrá í gangi meðan á fríinu stendur. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Listasafni Reykjavíkur.

Sjá dagskrá

Ljósmynd: Markús Már Efraím