Frítt með börnum

Dagana 19.-24. apríl stendur yfir Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Á meðan á hátíðinni stendur geta börn boðið fullorðnum með sér á hvaða sýningu Listasafns Reykjavíkur sem er án endurgjalds. Það gildir um öll söfnin þrjú, Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og í Hafnarhús.

Þegar Barnamenningarhátíð lýkur tekur við útskriftarsýning nemenda Listaháskólans í Hafnarhúsi – Ytri höfnin. Sýningin stendur til áttunda maí og er frítt inn í Hafnarhúsið á meðan á henni stendur. Út apríl býðst handhöfum Menningarkortsins 2 fyrir 1 á Kjarvalsstaði, þ.e. menningarkortshafi getur boðið einum gesti með sér á safnið frítt.