Flöskuskeyti með listaverki rekur á land í Norður-Noregi

Flöskuskeyti Philippe Richard.
Frá sýningu Philippe Richard á Kjarvalsstöðum árið 1996.
Á dögunum fengum við nokkrar myndir af flöskuskeyti sendar frá Norður-Noregi, en skeytið var rækilega merkt Listasafni Reykjavíkur. Flöskuskeytið fannst við Karlsøyvær í Bodø kommúnu og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að flöskuskeyti þetta var hluti af myndlistarsýningu franska myndlistarmannsins Philippe Richard. Hann sýndi 180 lítil pappírsverk á Kjarvalsstöðum árið 1996 sem öll voru sett í flöskuskeyti og send á haf út að sýningu lokinni.

Samkvæmt fyrirmælum í flöskunni er verkið nú í eigu Birger Haftor Nilsen í Noregi, en það var hann sem fann skeytið og lét okkur vita. Hér má lesa nánar um sýninguna á Kjarvalsstöðum fyrir 26 árum síðan: Philippe Richard.