Fjölskylduvetrarfrí í Listasafni Reykjavíkur

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum Reykjavíkur 25. og 26. febrúar býður Listasafn Reykjavíkur upp á námskeið, leiðsagnir og vinnusmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það eru spennandi sýningar á Kjarvalsstöðum, í Ásmundarsafni og í Hafnarhúsinu og á öllum stöðunum verður eitthvað um að vera fyrir fjölskyldur í vetrarfríinu.

Ókeypis verður inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Endilega kynnið ykkur dagskrána á heimasíðu okkar hér.