15.07.2022
Erró níræður 19. júlí: Ókeypis í Hafnarhús á afmælisdaginn

Samstarfsaðili/-ar:

Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, verður níræður 19. júlí 2022. Hann fæddist árið 1932 í Ólafsvík á Vesturlandi og var í fararbroddi evrópsku framúrstefnunnar á sjöunda áratugnum. Erró hefur skapað sér nafn sem einn af þekktustu samtímalistamönnum Íslands og hefur einnig lagt sitt af mörkum til evrópskrar málaralistar.
Í tilefni dagsins býður Listasafn Reykjavíkur alla velkomna á sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsi frá kl. 10-17.00.
Boðið verður upp á leiðsagnir um sýninguna kl. 12.15 og 16.00.
Sprengikraftur mynda er umfangsmesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum listamannsins hérlendis og er sérlega ánægjulegt að bjóða gestum ókeypis í Hafnarhús á afmælisdaginn!