Einar Már og Sjón lesa upp á Kjarvalsstöðum

Skáldin Einar Már Guðmundsson og Sjón lesa uppúr nýjum bókum sínum á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 10. desember kl. 12.15. Einar Már les uppúr bókinni Hundadagar sem hlaut á dögunum tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin fjallar m.a. um Jörund hundadagakonung, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda. Sjón les upp úr ljóðabók sinni Gráspörvar og ígulker. Í henni er farið vítt yfir í tíma og rúmi, komið við á Íslandi 16. aldar, í sumarhúsi García Lorca fjölskyldunnar í Granda, á eyjunni Bali og á hafsbotni.

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum býður uppá girnilegar veitingar sem tilvalið er að njóta meðan á upplestrunum stendur en meðal þeirra er jólaplatti fullur af kræsingum.