08.12.2022
Dánardægur John Lennons í dag: Slökkt á Friðarsúlunni

Á hverju ári lýsir Friðarsúlan frá 9. október (fæðingardegi Johns Lennons) til 8. desember (dánardags hans). Það fara því að verða síðustu forvöð til að njóta Friðarsúlunnar að þessu sinni. Næst verður tendrað á súlunni frá vetrarsólstöðum, 22. desember og lýsir súlan til nýársdags.
Friðarsúlan í Viðey er hugarfóstur myndlistarmannsins, tónlistarmannsins og friðarsinnans Yoko Ono og er tileinkuð minningu Johns Lennons. Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi.