Borgarstjóri á Kjarvalsstöðum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður með skrifstofu sína á Kjarvalsstöðum í þessari viku.  

Borgarstjóri verður á ferð um Hlíðar, Holt og Norðurmýri á meðan á dvöl hans stendur og heimsækir, skóla, íþróttafélög og fyrirtæki auk þess að funda með starfsfólki stofnana Reykjavíkurborgar.

Boðað verður til opins hverfafundar með íbúum og verður hann haldinn á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 22. september nk. klukkan 20.

Til umræðu á fundinum verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir, þjónusta og hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Hverfisskipulaginu er ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á hverfið sitt.

Ljósmynd: Baldur Kristjánsson