Bókin um Ragnar Kjartansson fær 4 og 1/2 stjörnu

"Kraftmikil og varanleg" segir Einar Falur Ingólfsson, myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um bókina um Ragnar Kjartansson. Hann gefur verkinu fjóra og hálfa stjörnu og segir meðal annars: "Þetta er falleg bók og vel hönnuð, svo hin ólíku verk njóta sín vel á síðunum, sjálf eða í heimildum frá gjörningum og af myndbandsverkum. Þá eru textarnir sérlega vel skrifaðir og þegar þetta kemur allt saman verður til sérlega eigulegt og upplýsandi yfirlit um merka og markvissa listsköpun Ragnars Kjartanssonar." Bókin er fáanleg í safnbúðum Listasafns Reykjavíkur, bæði á íslensku og ensku.