Bókin um Ásmund Sveinsson fær 4 og 1/2 stjörnu

Glæsileg bók um Ásmund Sveinsson hlýtur mikið lof Aldísar Arnardóttur gagnrýnanda Morgunblaðsins. Aldís segir meðal annars að bókin sé stórglæsileg og eiguleg og muni nýtast leikum og lærðum um ókomin ár til að kynnast Ásmundi, "listamanninum sem trúði á þjóðfélagslegt gildi listarinnar og vildi færa hana út á meðal fólksins."

Ritstjóri bókarinnar er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri, en texta rita listfræðingarnir Eiríkur Þorláksson og Kristín G. Guðnadóttir, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og borgarfulltrúi.

Aldís fagnar því að fræðamenn af ólíkum sviðum fjalli um viðhorf Ásmundar og list og segir greinilegt að vandað hafi verið til verka. 

Bókina má nálgast í safnverslunum Listasafns Reykjavíkur og helstu bókabúðum.