Blómleg listsmiðja fyrir börn í Viðey

Blómleg listsmiðja í Viðey

Það var líf og fjör í listsmiðjunni í Viðey þegar Listasafn Reykjavíkur leit þar við í síðustu viku. Þátttakendur nutu náttúrunnar í blíðskaparveðri og könnuðu gróðurlífið á eyjunni fyrir myndræna framsetningu. Hvítir renningar voru strengdir yfir grasið fyrir framan gamla skólahúsið í austurenda eyjunnar sem krakkarnir notuðu til að teikna og mála myndir á af þeim gróðri sem þeir höfðu valið sér. Það var ekki laust við að hvítu strangarnir hafi minnt á dúkalagt borðhald og um leið á þann glæsileika sem stórbúskapur eyjunnar hafði til að bera fyrr á tímum.

Listsmiðjurnar verða alls fjórar og eru haldnar á vegum Listasafns Reykjavíkur og Bandaríska sendiráðsins í tengslum við sýninguna Áfanga á verkum bandaríska listamannsins Richard Serra í Hafnarhúsinu. Dagsetningar næstu listsmiðja eru eftirfarandi: 10.-14. ágúst (fullbókað) og 17.-21. ágúst. Skráning á: info@halendisferdir.is. Frekari upplýsingar fást í síma: 864-0412.

Myndir á facebook

Nánar um listsmiðjuna