Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð

Vegna Covid 19 verður Barnamenningarhátíð í ár 2020 haldin með breyttu sniði. Í stað þess að viðburðum sé safnað á eina viku í apríl eins og venja er, er þeim dreift yfir sumarið frá byrjun maí fram í miðjan ágúst. HÉR má sjá myndband um breytta hátíð.

Á dagskrá Barnamenningarhátíðar í Listasafni Reykjavíkur er samstarfsverkefnið LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar, sýning barna og ungmenna í ellefu leik- og grunnskólum og frístundaheimilum, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi auk sýningarinnar Ég og náttúran erum eitt, sem er afrakstur samvinnu list- og verkgreina í Sæmundarskóla og er sú sýning á Kjarvalsstöðum. Sýningarnar standa frá 26. maí til 1. júní og eru opnar á opnunartíma safnsins, alla daga vikunnar.

Frítt inn fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.

Nánar má lesa sér til um efni sýninganna hér:

Kjarvalsstaðir
Ég og náttúran erum eitt
Facebook

LÁN – Bráðnun jökla og líffjölbreytileiki
Facebook

LÁN – Ævintýrafuglar og búsvæði þeirra
Facebook

Hafnarhús
LÁN – Þetta viljum við
Facebook

Sýningin Leikum og lærum í Ásmundarsafni stendur svo í allt sumar og þar geta börn og fjölskyldur átt góðar stundir saman, bæði inni á safninu og úti í garðinum.