Barnamenningarhátíð

Listasafn Reykjavíkur hefur skipulagt þétta dagskrá á Kjarvalsstöðum fyrir börn á öllum aldri. Boðið verður upp á ljósmyndasýningu íslenskra og pólskra unglinga, gjörningakvöld fyrir unglinga, myndlistarsmiðju fyrir börn og þátttökutónleika fyrir smábörn og fjölskyldur þeirra.

Frítt verður inn á Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn og Hafnarhúsið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á meðan hátíðin stendur yfir, eða frá 18.-24. apríl. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.