Ásmundarsafn lokað vegna breytinga

Ásmundarsafn lokað vegna breytinga

Ásmundarsafni hefur verið lokað vegna breytinga. Til stendur að bæta aðstöðu gesta og sinna nauðsynlegu viðhaldi hússins. Stefnt er að því að opna safnið að nýju í byrjun febrúar á næsta ári með nýjum og spennandi sýningum og betra aðgengi fyrir alla.  Garðurinn umhverfis Ásmundarsafn er öllum opinn en þar er að finna stækkanir og afsteypur af verkum Ásmundar, en hann kom mörgum þeirra þar fyrir sjálfur.