Ásmundarsafn hefur verið skráð á vefsíðuna Artist´s Studio Museum Network

artiststudiomuseum.org

Ásmundarsafn hefur verið skráð á vefsíðuna Artist´s Studio Museum Network. Þar má finna söfn um alla Evrópu sem eiga það sameiginlegt að hafa þjónað listamönnum sem vinnustofur og heimili.

Ásmundur Sveinsson bjó og starfaði í Ásmundarsafni, og hannaði húsið að mestu leyti sjálfur á árunum 1942-59. Hann byggði meðal annars bogalaga byggingu aftan við húsið sem var bæði hugsuð sem vinnustofa og sýningarsalur. Arkitektinn Mannfreð Vilhjálmsson hannaði síðar viðbyggingu sem tengir aðalhúsið og bogabygginguna saman. Formhugmyndir hússins eru sóttar til Miðjarðarhafsins, í kúluhús araba og píramída Egyptalands. Ásmundarsafn hefur ætíð vakið athygli fyrir óvenjulegan arkitektúr.