Afmæli Ásmundar

Afmæli Ásmundar

Frítt inn í Ásmundarsafn á afmælisdegi Ásmundar Sveinssonar!

Þann 20. maí árið 1893 fæddist að Kolsstöðum í Dölum Ásmundur Sveinsson. Ásmundur var einn af frumkvöðlum höggmyndalistar á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur varðveitir listaverk Ásmundar. Ásmundarsafn við Sigtún, hefur nú verið opnað að nýju eftir viðamiklar endurbætur og á afmælisdegi listamannsins verður frítt inn í húsið fyrir gesti og gangandi.

Milli kl. 16.00-18.00 verður boðið upp á örleiðsagnir um sýningarnar Ef lýsa ætti myrkva og Hönnun í anda Ásmundar og úti í garði verður boðið upp á ratleik fyrir fjölskyldur. Skólahljómsveit Austurbæjar leikur fyrir gesti kl. 17.45.

Verið öll hjartanlega velkomin!