Aðalsteinn Stefánsson nýráðinn tæknistjóri

Aðalsteinn Stefánsson nýráðinn tæknistjóri

Aðalsteinn Stefánsson er menntaður rafvirki, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður. Hann hefur frá árinu 2004 starfað sem tæknistjóri við listahátiðina Lys over Lolland í Danmörku og hjá Íslenska dansflokkinum á árunum 2006-13. Auk fjölbreyttra starfa sem leikmyndahönnuður, ljósahönnuður, tæknimaður og smiður í leikhúsi, hefur Aðalsteinn komið að uppsetningu fjölda myndlistarsýninga og sýningarhönnun í lausamennsku bæði hér á landi og í Danmörku. Reynsla hans úr heimi leikhúss og myndlistar við úrlausn ýmissa tæknimála, s.s. við videó, hljóð, lýsingu og myndvinnslu er umtalsverð auk fjölbreyttrar smíðavinnu og verkstjórnar. Þá hefur hann starfað sem rafvirki og lagt stund á eigin listsköpun og hönnun. 

Við bjóðum Aðalstein hjartanlega velkominn til starfa!