8. bekkingar Hagaskóla fjölmenna á Иorður og niður

Norður og Niður sýningin sem nú er uppi í Hafnarhúsi er námsvettvangur 8. bekkja Hagaskóla þessa dagana. Alls eru það sjö 8. bekkir sem koma í hálfsdags heimsókn, fá leiðsögn og  vinna á dýptina á skapandi hátt með  umfjöllunarefni sýningarinnar á safninu. Verkefnið er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Hagaskóla og LÁN verkefnisins og verður afrakstur  vinnunnar sýndur í Hafnarhúsi á Barnamenningnarhátíð í apríl næstkomandi. Krakkarnir eru duglegir og gera sig heimakomin í safninu, en fá auðvitað líka frímínútur eins og í venjulegu skólastarfi. Það er virkilega ánægjulegt að fá allt þetta unga fólk í hús og fá að njóta afraksturs þeirra vinnu á Barnamenningarhátíð.