20% afsláttur fyrir handhafa Airwaves armbanda

Það verður mikið um að vera í Hafnarhúsi í tilefni af Iceland Airwaves tónlistahátíðinni sem stendur yfir frá 4.-8. nóv. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að sjá hér.

Handhafar Airwaves armbanda fá 20% afslátt af aðgangseyri í safnið meðan á hátíðinni stendur. Aðgöngumiðinn gildir samdægurs á öll söfn Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn.

Vinsamlegast athugið að Hafnarhúsi verður lokað kl. 17.00 fimmtudaginn 5. nóv. í tilefni af tónlistarhátíðinni.