Safnfræðsla

Söfn eru góður vettvangur til óformlegs náms þar sem líflegar umræður eiga sér stað um ólík þekkingarsvið. Á hverju ári býður Listasafn Reykjavíkur upp á fjölda sýninga sem hver um sig geymir efnivið í kennslu fyrir mismunandi námsgreinar. Með safnfræðslu er reynt að skapa vettvang þar sem nemendur geta tekið þátt í umræðu um listina, tjáð sig um eigin upplifun, lært af listamönnum og hver öðrum.

Möguleikarnir á notkun safna í kennslu eru margir og einskorðast ekki við myndlist. Hér er að finna upplýsingar um fræðsludagskrá Listasafns Reykjavíkur ásamt gögnum til fræðslu. Einnig er hægt að nálgast kennslupakka og panta heimsókn með safnfræðslu.

Leikum að list

LEIKUM AÐ LIST er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður.

Ratleikur um Breiðholt

Rafrænn kennslupakki um útilistaverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með 183 útilistaverkum víðsvegar um Reykjavík. Útilistaverkin í borginni gefa listsögulegt yfirlit íslenskrar höggmyndalistar á 20. öld. 

Útilistaverk

Á safneignarsíðu Listasafns Reykjavíkur er hægt að sjá kort með staðsetningum allra útilistaverka í umsjón safnsins.

Hafmeyjan

Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði garðinn við hátíðlega athöfn í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins.

Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Friðarsúlan í Viðey er hugarfóstur myndlistarmannsins, tónlistarmannsins og friðarsinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi.

Hallsteinsgarður

Á Grafarvogsdeginum laugardaginn 25. maí 2013 tók Elsa Yeoman forseti borgarstjórnar á móti höfðinglegri gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga. Um er að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012.

Flökkusýning 1: Hvað er svona fyndið?

Fáðu flökkusýningu frá Listasafni Reykjavíkur lánaða í skólann