Safnfræðsla
Söfn eru góður vettvangur til óformlegs náms þar sem líflegar umræður eiga sér stað um ólík þekkingarsvið. Á hverju ári býður Listasafn Reykjavíkur upp á fjölda sýninga sem hver um sig geymir efnivið í kennslu fyrir mismunandi námsgreinar. Með safnfræðslu er reynt að skapa vettvang þar sem nemendur geta tekið þátt í umræðu um listina, tjáð sig um eigin upplifun, lært af listamönnum og hver öðrum.
Möguleikarnir á notkun safna í kennslu eru margir og einskorðast ekki við myndlist. Hér er að finna upplýsingar um fræðsludagskrá Listasafns Reykjavíkur ásamt gögnum til fræðslu. Einnig er hægt að nálgast kennslupakka og panta heimsókn með safnfræðslu.