Leikum að list

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. 

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. Fjölskyldan skráir sig í einu lagi í bókunar­kerfi á vef eða í gegnum viðburð á Facebook. Einnig er hægt að skrá sig samdægurs í mót­töku við komu.

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.

Leikum að list – fjölskyldudagskrá Listasafns Reykjavíkur

2022
Ásmundarsafn 

Laugardag 17.09. kl. 11.00
Fjölskylduleiðsögn með frætínslu
Sýning: Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson: Eftir stórhríðina

Hafnarhús
Laugardag 24.09. kl. 13–15.00 
Klippismiðja
Sýning: Erró: Sprengikraftur mynda

Kjarvalsstaðir
Laugardag 08.10. kl. 13.00
Fjölskylduleiðsögn
Sýning: Jóhannes S. Kjarval 

Hafnarhús – Kjarvalsstaðir – Ásmundarsafn
21.–25.10.
Haustfrí grunnskólanna
Ókeypis örnámskeið fyrir börn og unglinga í haustfríi á föstudegi og mánudegi. Skráning á vefsíðu safnsins.
Frítt í öll safnhús fyrir fullorðna í fylgd barna!

Hafnarhús
Haustfrí grunnskólanna

Laugardag 22.10. kl. 13.00 & 15.00
Fjölskylduleiðsögn
Sýning: Иorður og niður: Samtímalist á Norðurslóðum

Kjarvalsstaðir
Haustfrí grunnskólanna

Sunnudag 23.10. kl. 13.00 & 15.00
Fjölskylduleiðsögn
Sýning: Jóhannes S. Kjarval  

Kjarvalsstaðir
Laugardag 05.11. kl. 13–15.00
Listasmiðja
Sýning: Guðjón Ketilsson: Jæja

Hafnarhús
Laugardag 19.11. kl. 11.00
Krakkajóga
Sýning: Sigurður Guðjónsson 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Leikum að list