Leikum að list

Leikum að list

LEIKUM AÐ LIST er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. Aðgöngumiði á safnið gildir, en að sjálfsögðu er ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Gert er ráð fyrir að börn komi í fylgd fullorðinna.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.

 

Leikum að list 2019-2020

2019
Laugardagur 12. október kl. 13–15
Kjarvalsstaðir
Listasmiðja – Kynning á dagskrá vetrarins
Tilboð á nýútgefinni barnabók um Kjarval

Fimmtudagur 24. og föstudagur 25. október kl. 13–16
Hafnarhús
Haustfrí grunnskólanna: Tveggja daga myndasögunámskeið
Skráning

Laugardagur 2. nóvember kl. 13–15
Ásmundarsafn
Listasmiðja – Leir og vír í tengslum við sýningar Ásmundar og Helga Gíslasonar

Laugardagur 7. desember kl. 13–15
Hafnarhús
Listasmiðja – Eitthvað úr engu í tengslum við sýningu Magnúsar Pálssonar í samstarfi við samtökin Meðvitaðir foreldrar – virðing í uppeldi

Laugardagur 16. nóvember kl. 13–14
Kjarvalsstaðir
Fjölskylduleiðsögn

Laugardagur 30. nóvember kl 13–15
Kjarvalsstaðir
Listasmiðja – Jólin tala tungum í tengslum við fjölmenningarstarf safnsins
 

2020
Laugardagur 11. janúar kl. 13–15
Kjarvalsstaðir
Listasmiðja – Furður og ævintýr í tengslum við sýningu Ólafar Nordal

Laugardagur 18. janúar kl. 13–14
Ásmundarsafn
Fjölskylduleiðsögn

Laugardagur 1. febrúar kl. 13–15
Hafnarhús
Listasmiðja – Loðið og litríkt í tengslum við sýningu Hrafnhildar Arnardóttur „Shoplifter“

Laugardagur 15. febrúar kl. 13–14
Hafnarhús
Fjölskylduleiðsögn

Föstudagur 28. febrúar og mánudagur 2. mars kl. 9–12
Kjarvalsstaðir
Vetrarfrí grunnskólanna: Örnámskeið fyrir 6–9 ára börn
Skráning

Laugardagur 7. mars kl. 13–15
Kjarvalsstaðir
Listasmiðja - Þræðir náttúrunnar í tengslum við sýningar Ásgerðar Búadóttur og Kjarvals

Laugardagur 21. mars kl. 13–14 FRESTAÐ
Kjarvalsstaðir
Fjölskylduleiðsögn

Laugardagur 4. apríl kl. 13–15 FRESTAÐ
Hafnarhús
Listasmiðja – Við erum vélmenni í tengslum við sýningu Errós

Laugardagur 18. apríl kl. 13–14 FRESTAÐ
Hafnarhús
Fjölskylduleiðsögn

Laugardagur 21.–26. apríl FRESTAÐ
Barnamenningarhátíð
Sýningar og smiðjur í samstarfi við skóla
Tími auglýstur síðar

Laugardagur 2. maí kl. 13–15
Kjarvalsstaðir
Listasmiðja

Laugardagur 16. maí kl. 13–14
Kjarvalsstaðir
Fjölskylduleiðsögn

Skráðu þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur og fáðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins. Endilega fylgist vel með barna- og fjölkyldudagskránni Leikum að list á heimsíðu

Hlökkum til að sjá ykkur!