Leikum að list

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. 

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.

Leikum að list – fjölskyldudagskrá Listasafns Reykjavíkur

2022

Laugardag 29. janúar 2022  kl. 11-13.00
Hafnarhús
Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur um sýninguna Abrakadabra.

Laugardag 12. febrúar 2022 kl. 11-13.00
Kjarvalsstaðir
Fjölskylduleiðsögn með leikjum um sýninguna Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir.

Fimmtudag til sunnudags, 17.-20. febrúar
Vetrarfrí grunnskólanna

Frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar safnsins!

Laugardag 26. febrúar kl. 11-13.00
Hafnarhús
Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Abrakadabra.

Laugardag 12. mars kl. 11.00
Hafnarhús
Morgunverðarklúbburinn  þátttökugjörningur fyrir fjölskyldur sem unninn er sérstaklega fyrir listahátíðina Gjörningaþoku af Ásrúnu Magnúsdóttur dansara og listhópnum Litlu systur í samstarfi við fjölskyldudagsskrána Leikum að list.

Þriðjudag 5. apríl til sunnudags 10. apríl
Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn
Barnamenningarhátíð
Frítt inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd barna.
Hafnarhús er lokað vegna sýningarskipta.

Laugardag 9. apríl kl. 13–16.00
Kjarvalsstaðir
Leikum með liti: Opin listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur í tengslum við sýninguna Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir.
Umsjón: Tinna Guðmundsdóttir myndlistarkona og menningarstýra

Laugardag 9. apríl kl. 13–16.00
Ásmundarsafn

Stærsta listaverkið: Opin leirlistasmiðja í Ásmundarsafni fyrir börn og fjölskyldur á öllum aldri í tengslum við sýninguna Ásmundur Sveinsson og Rósa Gísladóttir: Loftskurður.
Umsjón: Hulda Katarína Sveinsdóttir leirlistakona

Sunnudag 10. apríl kl. 10–14.00
Kjarvalsstaðir

Leikum með liti: Opin listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur í tengslum við sýningu Birgir Andrésson: Eins langt og augað eygir.
Umsjón: Tinna Guðmundsdóttir myndlistarkona og menningarstýra

Sunnudag 10. apríl kl. 11.00
Perlufestin í Hljómskálagarði
Ævintýraleiðsögn um Perlufesti – höggmyndagarð kvenna í Hljómskálagarði.
Umsjón: Ingibjörg Hannesdóttir safnkennari.
Ókeypis þátttaka og allir velkomnir.

Laugardag 23. apríl kl. 11-13.00
Hafnarhús 
Fjölskylduleikur og listasmiðja í tengslum við sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda.

Laugardag 7. maí kl. 11-13.00
Ásmundarsafn
Fjölskylduleiðsögn: Ásmundur inni og úti.

Skráðu þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur og fáðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins. Endilega fylgist vel með barna- og fjölskyldudagskránni Leikum að list á heimsíðu safnsins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Leikum að list