Leikum að list

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. 

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. Fjölskyldan skráir sig í einu lagi í bókunar­kerfi á vef eða í gegnum viðburð á Facebook. Einnig er hægt að skrá sig samdægurs í mót­töku við komu.

Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin.

Leikum að list – fjölskyldudagskrá Listasafns Reykjavíkur

2023

Hafnarhús
Laugardag 7. janúar kl. 13–15.00 
Minning um jökul!
Unnið á bryggjunni í Hafnarhúsi að skemmtilegri innsetningu með pappírsskúlptúrum.
Skráning í móttöku við komu. 
Sýning: Иorður og niður

Hafnarhús
Föstudag 3. febrúar kl. 17–23.00
Safnanótt – Safnanæturgjöf úr Norðri
Allir sem vilja fá gefins skemmtilegan spilastokk (á íslensku eða ensku) sem bæði er hægt að nota til að skemmta sér við skoðun á sýningunni Norður og niður – en einnig hægt að nota heima við að skoða veröldina út frá sjónarhorni listarinnar. 
Sýning: Иorður og niður

Hafnarhús
Sunnudag 5. febrúar kl. 11.00
Blár er litur norðursins eða hvað?
Unnið með bláan lit á mismunandi hátt – í klippimyndum, pappírsskúlptúrum og vatnslitum.
Sýning: Иorður og niður

Ásmundarsafn
Þriðjudag 7. febrúar – þriðjudag 2. maí kl. 16.15–16:45
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni! Þorir þú?!
Það verða sagðar hrikalegar þjóðsögur af draugum, tröllum og öðrum kynjaverum á meðan á sýningu Siggu Bjargar og Ásmundar Sveinssonar: Andardráttur á glugga stendur – á þriðjudögum kl. 16.15 en sýningin er uppi frá 3. febrúar til 7. maí 2023 í Ásmundarsafni.
Sýning: Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

Ásmundarsafn
Fimmtudag 23. febrúar kl. 13–16.00 – Vetrarleyfi grunnskólanna
Tröll og aðrar kynjaverur
Skemmtilega ógnvekjandi skrímslanámskeið fyrir grunnskólanemendur á aldrinum 9 – 11 ára.  
Skráning HÉR (skráning nauðsynleg)
Sýning: Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

Kjarvalsstaðir
Föstudag 24. febrúar kl. 9–12.00 – Vetrarleyfi grunnskólanna
Töfraheimur Kjarvals
Skemmtilegt námskeið í skuggamálun fyrir 6 – 8 ára grunnskólanemendur
Skráning HÉR (skráning nauðsynleg)
Sýning: Kjarval

Hafnarhús
Laugardag, 25. febrúar kl. 13–15.00 – Vetrarleyfi grunnskólanna
Sunnudag 26. febrúar kl. 13–15.00 – Vetrarleyfi grunnskólanna
Erró klippismiðja fyrir alla fjölskylduna
Setjumst saman og klippum saman nýja veröld þar sem allt getur gerst!
Sýning: Erró: Skörp skæri

Ásmundarsafn
Sunnudag 26. febrúar kl. 13–15.00 – Vetrarleyfi grunnskólanna
Fjölskylduleiðsögn á pólsku!
Sýning: Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

 Kjarvalsstaðir
Sunnudag, 5. mars kl. 11.00
Vefarinn mikli
Vefsmiðja fyrir fjölskyldur þar sem hver og ein fjölskylda fær tækifæri til að vinna saman að veflistaverki.
Sýning: Hildur Hákonadóttir: Rauður þráður

Hafnarhús
Sunnudag 2. apríl kl. 11.00
Það sem við eigum!
Skemmtileg fjölskylduleiðsögn og vinnusmiðja um samtímalist úr safneign.
Sýning: Kviksjá

Hafnarhús – Kjarvalsstaðir – Ásmundarsafn
Þriðjudag til sunnudags, 18–23. apríl.
Barnamenningarhátíð
Á Barnamenningarhátíð mun listasafnið standa fyrir viðburðum skipulagðir með og fyrir börn. Þar sýna þau afrakstur skapandi vinnu sinnar í skólunum oftar en ekki innblásin af námsumhverfi safnsins og stundum í samvinnu við miðlunardeild safnsins. Að þessu sinn sýna unglingar stórt verk í fjölnotasal Hafnarhúss – innsetningu unna út frá sýningunni Norður og Niður. Á Kjarvalsstöðum sjáum við verk leikskólabarna sem hafa verið að upplifa listaverk Kjarvals í leikskólanum í vetur. Frekari dagskrá kemur hér síðar.

Ásmundarsafn
Sunnudag 7. maí kl. 11.00
Spennandi skrímslasmiðja fyrir fjölskyldur
Unnið er með einþrykk eftir upplifun á sýningunni Andardráttur á glugga og með íslenskar þjóðsögur. 
Sýning: Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga

Kjarvalsstaðir
Sunnudag 4.júní kl. 11.00
Hvar leynist þú?
Skemmtilegur listaverkaleikur þar sem fjölskyldur finna listaverk í sýningarsölum út frá myndum af örlitlum hluta úr listaverki.
Sýning: Kviksjá 

Kjarvalsstaðir
Mánudag til fimmtudags 12–16. júní kl. 9–12.00
Ævintýraveröld litanna – Sumarnámskeið
Skuggamálunar- og upplifunarnámskeið fyrir 5 – 7 ára börn á Kjarvalsstöðum – elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla.
Skráning nauðsynleg. 

Hafnarhús
Mánudag til föstudags 19–25. júní kl. 9–12.00
Erró er engum líkur! - Sumarnámskeið
Klippi – og málunarnámskeið fyrir 9 – 11 ára þar sem krakkar klippa saman sína eigin veröld, stækka upp og mála.
Skráning nauðsynleg!
Sýning: Erró: Skörp skæri

Viðey
Mánudag til föstudags 12–16. júní kl. 9–16.00 
Mánudag til föstudags 19–23. júní kl. 9–16.00 
Mánudag til föstudags 26–30. júní kl. 9–16.00 
Mánudag til föstudags 3–7. júlí kl. 9–16.00 
Viðey – Friðey
Skemmtileg listræn sögu- og umhverfismiðuð útivistarnámskeið úr frá listaverkum og sögu Viðeyjar, sem vinna sérstaklega með friðarhugtakið. Námskeiðin eru samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns. Skráning í gegnum gátt Reykjavíkurborgar

 Hlökkum til að sjá ykkur!

Leikum að list