Leikum að list

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Boðið er upp á fjölskylduleiðsagnir sem sniðnar eru að yngri áhorfendum um sýningar í öllum safnhúsunum. Þá eru listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn í sýningarsalina. 

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni.

Leikum að list – fjölskyldudagskrá Listasafns Reykjavíkur

2021

Laugardagur 16. október kl. 11.00
Hafnarhús
Dansandi tré og fljúgandi perlur: Fjölskylduleiðsögn með leikjum um sýninguna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld.
Skráning HÉR

Föstudag til þriðjudags, 22.-26. október
Haustfrí grunnskólanna

Frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar safnsins!

Laugardag og sunnudag, 23.-24. október kl. 13-17.00
Ásmundargarður
Haustfrí grunnskólanna – Kynning fyrir fjölskyldur á appinu Útilistaverk í Reykjavík og styttunum í garðinum.

Föstudag 22. október kl. 10-12.00
Ásmundarsafn

Haustfrí grunnskólanna – Örnámskeið fyrir 8-11 ára: Ævintýragróður í þrívídd. Leirmótun í vinnustofu Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni í tengslum við sýninguna Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Mánudag 25. október kl. 10-12.00
Kjarvalsstaðir

Haustfrí grunnskólanna – Örnámskeið fyrir 7-9 ára: Hljóðlát pappírsverk ásamt leiðsögn um sýninguna Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Laugardag 6. nóvember kl. 11.00
Hafnarhús
Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur um sýninguna Abrakadabra.

Laugardag 20. nóvember 2021 kl. 11.00
Hafnarhús
Gjörningakrakkasmiðja í tengslum við listahátíðina Gjörningaþoka.

Laugardag 4. desember 2021 kl. 11.00
Hafnarhús
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró.

2022

Laugardag 8. janúar kl. 11.00
Kjarvalsstaðir 
Listasmiðja og fjölskylduleiðsögn með leikjum um sýninguna Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups.

Laugardag 29. janúar 2022  kl. 11-13.00
Hafnarhús
Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur um sýninguna Abrakadabra.

Laugardag 12. febrúar 2022 kl. 11-13.00
Kjarvalsstaðir
Fjölskylduleiðsögn með leikjum um sýninguna Guðný Rósa Ingimarsdóttir: opus – oups.

Fimmtudag til sunnudags, 17.-20. febrúar
Vetrarfrí grunnskólanna

Frítt fyrir fullorðna í fylgd barna á allar sýningar safnsins!

Fimmtudag 17. febrúar kl. 12-16.00
Hafnarhús

Vetrarfrí grunnskólanna – Það sem ég hugsa – það verður: Örnámskeið fyrir 13-15 ára: Það sem ég hugsa – það verður
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Föstudag 18. febrúar kl. 10-12.00
Kjarvalsstaðir

Vetrarfrí grunnskólanna  Gilligogg: Örnámskeið fyrir 10-12 ára í tengslum við sýningu Kjarvals.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Laugardag 19. febrúar kl. 13.00
Hallsteinsgarður í Grafarvogi

Vetrarfrí grunnskólanna  Kynning fyrir fjölskyldur á ratleik í appinu Útilistaverk í Reykjavík.

Laugardag 12. mars kl. 11-13.00
Hafnarhús
Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Abrakadabra.

Laugardag 23. apríl kl. 11-13.00
Hafnarhús 
Fjölskylduleikur og listasmiðja.

Laugardag 7. maí kl. 11-13.00
Ásmundarsafn
Fjölskylduleiðsögn: Ásmundur inni og úti.

Skráðu þig á póstlista Listasafns Reykjavíkur og fáðu upplýsingar um skemmtilega fjölskylduviðburði og aðrar uppákomur á vegum safnsins. Handhafar Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur fá frítt á alla viðburði safnsins. Endilega fylgist vel með barna- og fjölskyldudagskránni Leikum að list á heimsíðu safnsins.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Leikum að list