Leikskólar

Forvitni – Spuni – Nám

Í söfnunum er tekið á móti hópum leikskólabarna frá mánudegi til föstudags milli klukkan 8 og 16. Leiðsögn um sýningar er skólunum að kostnaðarlausu. Hámarksfjöldi barna í hóp er 25. 

Í Listasafni Reykjavíkur er fjöldi sýninga sem gaman er að heimsækja en við viljum sérstaklega benda leikskólakennurum á Ásmundarsafn þar sem verkin eru aðgengileg, safnhúsið sjálft spennandi og gott að eiga fyrstu kynni af listasöfnum í Ásmundarsafni. Á Kjarvalsstöðum er hægt að heimsækja Hugmyndasmiðjuna og þar er aðstaða til að vinna létt verkefni í tengslum við yfirstandandi sýningar í fylgd safnkennara. 

Hægt er að fá allar nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is

Mikilvægt er að bóka tíma fyrir skólahópa með góðum fyrirvara.