Leikskólar

Safnfræðsla fyrir leikskólanema miðast við eldri árganga skólans sem oft eru að koma í fyrsta sinn á safn. Við mælum sérstaklega með heimsókn í Ásmundarsafn sem er áhrifarík bygging með góðu útivistarsvæði í höggmyndagarðinum í kring. Listaverk Ásmundar eru aðgengileg og hafa oft að geyma tilvísanir í hinar ýmsu sögur sem höfða til ungra barna. Verk Kjarvals eru alla jafna aðgengileg á Kjarvalsstöðum og verk Errós í Hafnarhúsinu. Perlufestin er höggmyndagarður kvenna í Hljómskálagarði sem einnig er skemmtilegt að heimsækja og hægt að fá leiðsögn um. Að auki eru ýmsar tímabundnar sýningar í safnhúsunum sem kunna að höfða til leikskólabarna og passa inn í þau verkefni sem verið er að vinna að í leikskólanum. 

Listin í fjarkennslu – Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölda leiða til þess að fræðast um myndlist með rafrænum leiðum. 

 

Leikskólabörn_Chromo Sapiens_2020