Háskólar

Í öllum safnhúsum okkar er tekið á móti háskólanemum og þeim veitt leiðsögn. Við bendum kennurum á að kynna sér sýningadagskrána og bóka tíma með góðum fyrirvara. Á vegum fræðsludeildar er sérstaklega tekið á móti kennaranemum og nemum í uppeldis- og kennslufræði og þeim kynnt hvernig þeir geta nýtt safnið þegar þeir hefja störf.

Heimsókn í söfnin er skólunum að kostnaðarlausu og tekið er á móti hópum nemenda frá mánudegi til föstudags á milli kl. 8 og 16. Þar sem oft er erfitt að anna eftirspurn eftir leiðsögn er mikilvægt að bóka tíma fyrir skólahópa með góðum fyrirvara!

Nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is