Framhaldsskólar

Í öllum safnhúsunum; Kjarvalsstöðum, Ásmundarsafni og Hafnarhúsinu er tekið á móti hópum framhaldsskólanema og þeim veitt leiðsögn. Tekið er á móti hópum mánudaga - föstudaga milli kl. 8 og 16. 

Nemendur kynnast myndlist á eigin forsendum og þroska með sér hæfileika til að skoða og tala um myndlist út frá eigin reynslu. Þekking og skilningur sem verður til við skoðun listaverka getur tengst mörgum þáttum í námsefni og í daglegu lífi nemenda og aukið hæfni þeirra til að takast á við ólík verkefni.

Hægt er að tengja safnfræðslu við ólíkar greinar og má þar nefna almenna sögu, ferðaþjónustufræði, mannfræði, menningarfræði og fleiri greinar þar sem kennarar telja að heimsókn á safn geti dýpkað skilning nemenda á viðfangsefninu. 

Hluti af starfsemi fræðsludeildar felst í að aðstoða kennara sem hug hafa á að koma með nemendahópa á safnið til að vinna afmörkuð verkefni á eigin spýtur. Þar sem oft er erfitt að anna eftirspurn eftir safnfræðslu er mikilvægt að bóka tíma fyrir hópa með góðum fyrirvara.

Hægt er að fá allar nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is