Framhaldsskólar

Viðfangsefni listamanna eru fjölbreytt og oft verða til verk sem kallast á við málefni líðandi stundar. Út frá myndlist er hægt að ræða stjórnmál, umhverfismál, stríð, loftslagsbreytingar,trúmál, kynvitund eða annað tengt samfélagi, daglegu lífi og samtíma. Þannig getur myndlist komið af stað umræðu og orðið að hvata til breyttra viðhorfa.

Í Hafnarhúsi er alltaf hægt að ganga að ögrandi sýningum á samtímalist sem eiga í beinu samtali við tíðarandann og gefa nemendum gott tækifæri til að rýna í það tungumál sem myndlist er.

Framhaldsskólahópar eru velkomnir í heimsókn að kostnaðarlausu og safnkennarar mæta þeim á þeirra forsendum í lifandi spjalli um listina og lífið. Fyrir áhugasama framhaldsskólanema má benda á að frítt er á almennar sýningar og viðburði í safninu fyrir 18 ára og yngri. 

Listin í fjarkennslu – Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölda leiða til þess að fræðast um myndlist með rafrænum leiðum. 

 

Framhaldsskólar_Úngl_2020