Flökkusýningar

Flökkusýning

Grunnskólum stendur til boða að fá sérhannaðar fræðslusýningar að láni til sín í skólana. Um er að ræða tvær kistur sem opnast í lítið sýningarrými sem hægt er að setja upp í kennslustofu eða opnu rými í skólanum. Hver flökkusýning inniheldur um tíu listaverk og kemur í sérhönnuðum kistum á hjólum sem eru 180 cm á hæð, 70 cm á breidd og 165 cm á lengd þegar þær eru lokaðar, en verða um 8 m2 rými þegar þær eru opnar.

Valið stendur á milli tveggja sýninga og fylgja þeim verkefni fyrir nemendur (sjá að neðan). Boðið er upp á kynningu safnkennara á sýningu og verkefnum fyrir starfsfólk. Flökkusýningar eru sendar í grunnskóla Reykjavíkur að kostnaðarlausu. Öðrum skólum standa þær gjarnan til boða gegn sendingarkostnaði en leiðsögn safnkennara fylgir frítt með á Reykjavíkursvæðinu. 

Flökkusýning 1: Heima

Sýningin er í vinnslu.

Flökkusýning 2: Skyggni ágætt – Sjálfbærni krefst skapandi hugsunar

Sýningin fjallar um samspil manns og náttúru. Verkin eru ólík og þar er að finna fjölbreytta miðla á borð við málverk, textíl, myndbandsverk og teikningar. Verkin snerta umfjöllunarefni sýningarinnar á mismunandi hátt en rauði þráður hennar er umhverfi okkar og samspil manns og náttúru. Til dæmis byggist eitt listaverkið á vindáttinni og í öðru ráðast litir listaverksins af jurtunum sem vaxa á landareign höfundar. Enn eitt verkið sýnir landslag sem listamaðurinn lagði á minnið á göngu sinni í náttúrunni. Markmið sýningarinnar og meðfylgjandi fræðslupakka er að veita kennurum innblástur og stuðning við kennslu, bæði til að tengja listaverkin við nám í sjónlistum en einnig er rík áhersla lögð á hugtakið sjálfbærni sem er þýðingarmikill liður í menntun samtímans.

Grunnskólum Reykjavíkur býðst að fá flökkusýningarnar endurgjaldslaust. Skólar annarra sveitarfélaga þurfa að greiða tryggingar og flutningskostnað. 

Fyrirspurnir: fraedsludeild hjá reykjavik.is

Hér má finna fræðsluefni fyrir sýningarnar: