Stofa – staður til að staðnæmast!

Í Hafnarhúsinu er að finna notalegt afdrep sem nefnist Stofa. Hönnuðurinn Thomas Pausz hefur aðlagað rýmið að þörfum barna og annarra gesta sem vilja staldra við, glugga í bók eða eiga skapandi augnablik. Öllum er frjálst að heimsækja Stofuna sem er staðsett á neðstu hæð Hafnarhússins og aðgangur er ókeypis.