Hallsteinsgarður

Árið 2013 tók Listasafn Reykjavíkur við gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga. Um var að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012 og standa á hæð austan við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Í dag er þar skemmtilegur gróinn höggmyndagarður, þar sem skúlptúrarnir hafa notið sín og veitt gestum og gangandi ánægju eftir að byggð þéttist og eitt stærsta úthverfi í Reykjavík, Grafarvogur, byggðist upp. Verk Hallsteins Sigurðssonar eru víða á söfnum, í einkaeign og í almenningsrými. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hallsteinsgarður er tilvalinn vettvangur fyrir skóla í Grafarvogi til að nýta í námi og leik.

Hallsteinsgarður