Áhugavert efni

Leikum að list

LEIKUM AÐ LIST er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður.

Ratleikur um Breiðholt

Rafrænn kennslupakki um útilistaverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með 183 útilistaverkum víðsvegar um Reykjavík. Útilistaverkin í borginni gefa listsögulegt yfirlit íslenskrar höggmyndalistar á 20. öld. 

Útilistaverk

Á safneignarsíðu Listasafns Reykjavíkur er hægt að sjá kort með staðsetningum allra útilistaverka í umsjón safnsins.

Hafmeyjan

Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði garðinn við hátíðlega athöfn í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins.

Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Friðarsúlan í Viðey er hugarfóstur myndlistarmannsins, tónlistarmannsins og friðarsinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi.

Hallsteinsgarður

Á Grafarvogsdeginum laugardaginn 25. maí 2013 tók Elsa Yeoman forseti borgarstjórnar á móti höfðinglegri gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga. Um er að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012.

Flökkusýning 1: Hvað er svona fyndið?

Fáðu flökkusýningu frá Listasafni Reykjavíkur lánaða í skólann