Ásmundur Sveinsson

Ásmundur Sveinsson

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Fyrr á árum mættu verk hans iðulega andstöðu og hörðum dómum en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Hann stundaði nám við sænsku listakademíuna í Stokkhólmi undir handleiðslu myndhöggvarans Carls Milles.