Tríó Reykjavíkur: Bjartur Brahms | listasafnreykjavikur.is
10. nóvember 2017 - 12:15

Tríó Reykjavíkur: Bjartur Brahms

Joseph Ognibene, Guðný Guðmundsdóttir og Richard Simm
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Á efnisskrá tónleikanna verða tvö öndvegisverk eftir Jóhannes Brahms. 120 ár eru liðin frá dánardegi hans. 

Fyrra verkið sem flutt verður er sónötuþáttur fyrir fiðlu og píanó og hið seinna er tríó fyrir horn, fiðlu og píanó. Flytjendur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari. Sérstakur gestur tríósins að þessu sinni er Joseph Ognibene hornleikari.

Joseph Ognibene er fæddur og uppalinn í Los Angeles. Eftir námslok í Bandaríkjunum fór hann til Þýskalands þar sem hann stundaði nám hjá Hermann Baumann við Folkwang Hochschule für Musik í Essen og vann til verðlauna í alþjóðlegri tónlistarkeppni Vor í Prag 1978. Eftir að hann kom til Íslands árið 1981 gegndi Joseph stöðu fyrsta hornleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þrjár áratugi og hefur oft komið fram með hljómsveitinni sem einleikari. Hann hefur einnig verið mjög virkur í kammertónlist á Íslandi, m.a. sem meðlimur Blásarakvintetts Reykjavíkur og Kammersveitar Reykjavíkur. Joseph Ognibene kennir á horn og stjórnar hljómsveit við Tónlistarskólann í Reykjavík og hefur oft komið fram á þingum Alþjóðlega hornleikarafélagsins.

Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur frá árinu 2008 verið í samstarfi um ókeypis hádegistónleika á Kjarvalsstöðum.

Tríó Reykjavíkur var útnefnt tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2007 og hlaut þá jafnframt þriggja ára styrk frá borginni til starfsemi sinnar.

Verð viðburðar kr: 
0