Tónlistarhátíð Rásar 1: Deilt með tveimur | listasafnreykjavikur.is
28. október 2017 - 15:00

Tónlistarhátíð Rásar 1: Deilt með tveimur

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Tónleikaröð með fjórum, þriggja manna hópum framúrskarandi listamanna 

Listamenn: 
Tónleikar #1: Elfa Rún Kristinsdóttir, Matthias Halvorsen og Bára Gísladóttir
Tónleikar #2: Davíð Þór Jónsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Siggi Rallý
Tónleikar #3: Hafdís Bjarnadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir og Berglind María Tómasdóttir
Tónleikar #4: Hildur Guðnadóttir, Margrét Bjarnadóttir og Elín Hansdóttir

Í beinni útsendingu á Rás 1 og myndstreymi á rúv.is.

Samstarfsaðilar: Listasafn Reykjavíkur, Tónskáldasjóður RÚV.

Umsjón og listræn stjórnun: Berglind María Tómasdóttir.

Kynnar í beinni útsendingu: Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Guðni Tómasson.

Deilt með tveimur er Tónlistarhátíð Rásar 1 í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins sem fram fer í Hafnarhúsinu á sjálfan kosningadaginn 28. október. 

Upplegg hátíðarinnar er með þeim hætti að margrómaðir íslenskir tónlistarmenn voru beðnir um að velja sér tvo listamenn til samstarfs hver og mynda þannig fjóra þriggja manna hópa. Skilyrðið var að um nýtt samstarf væri að ræða og þeir tónlistarmenn sem leitað var til voru beðnir um að deila þessum vettvangi með tveimur öðrum sem þeir hefðu ekki unnið með áður í sambærilegu samhengi. Afraksturinn mun svo hljóma á fernum tónleikum þar sem að langstærstum hluta verða frumfluttar nýjar tónsmíðar. 

Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Rás 1 og í myndstreymi á RÚV.is. Kynnar eru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Guðni Tómasson.

Hópaskipanin er þessi: 

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari fékk með sér norska píanóleikarann Mathias Halvorsen og saman pöntuðu þau verk hjá Báru Gísladóttur tónskáldi sem frumflutt verður á hátíðinni auk þess sem þau flytja verk eftir Xenakis, Sciarrino og John Adams.

Því næst er hópur skipaður Davíð Þór Jónssyni píanóleikara og tónskáldi sem valdi með sér Bjarna Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóra og Sigurð Óla Gunnarsson bassaleikara og rallýökumann sem einnig er þekktur undir nafninu Siggi rallý. 

Þriðja hópinn skipa Berglind María Tómasdóttir tónlistarmaður, Hafdís Bjarnadóttir tónskáld og gítarleikari og Bergrún Snæbjörnsdóttir tónskáld.

Loks er það Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari sem fékk til liðs við sig Margréti Bjarnadóttur danshöfund og Elínu Hansdóttur myndlistarmann. 

***************************************

EFNISSKRÁR TÓNLEIKANNA

Tónleikar #1  - kl. 15:30

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla, Mathias Halvorsen píanó, Bára Gísladóttir, tónskáld.

• Road Movies eftir John Adams
• Sonatine eftir Salvatore Sciarrino
• Prussian Blue eftir Báru Gísladóttur (frumflutningur) 
• Dikhtas eftir Iannis Xenakis

Tónleikar #2 - kl. 16:45

Davíð Þór Jónsson, Bjarni Frímann Bjarnason og Sigurður Óli Gunnarsson (Siggi rallý)

• Lágmenningarsvíta í 4 þáttum (nýtt frumsamið verk)

— Hlé — 

Tónleikar #3 - kl. 18:30

Berglind María Tómasdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Bergún Snæbjörnsdóttir

• Hyrnan III eftir Hafdísi Bjarnadóttur 
• Konsert fyrir horn, lokk og rokk eftir Berglind Maríu Tómasdóttur
• Nýtt verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur

Tónleikar #4 - kl. 19:45

Hildur Guðnadóttir, Elín Hansdóttir og Margrét Bjarnadóttir. Sérstakur gestur: Skúli Sverrisson

• Ryk o.fl. - nýtt frumsamið verk

Skúli Sverrisson er íslenskt tónskáld og bassaleikari. Síðastliðna áratugi hefur hann starfað með tónlistarmönnum á borð við Ólöfu Arnalds, Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, David Lindsay, Ryuichi Sakamoto og Hild Guðnadóttur. Skúli hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist og leikið inn á yfir hundrað plötur í félagi við aðra listamenn. Skúli er listrænn stjórnandi Mengis.
 

Verð viðburðar kr: 
2 000