18. september 2015 - 12:00

Sýningarstjóraspjall: Anna Jóa ræðir við gesti um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

Anna Jóa sýningarstjóri
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Anna Jóa sýningarstjóri leiðir hádegisleiðsögn um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þá tekur Valgerður Hauksdóttir ein listakvennanna á sýningunni þátt í spjallinu. 

Hugmyndin á bak við samsýninguna er að kalla aftur saman á þriðja tug kvenna sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvalsstöðum haustið 1985. Konurnar sem valdar voru til þátttöku á sýningunni voru margar rétt að hefja ferilinn árið 1985 en aðrar höfðu verið virkar í sýningarhaldi á liðnum áratug. Sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar snýst um að fylgja þessum hópi kvenna eftir og grennslast fyrir um hvað þær eru að fást við í listsköpun sinni um þessar mundir. Í ljósi þess að sýningin brúar jafnframt þrjátíu ára bil, er veitt innsýn í sköpunarferli  og aðferðir hverrar og einnar listakonu. Ásamt fullunnum verkum, sem spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir, eru einnig til sýnis skissur, stúdíur og ljósmyndir.

Sýningarstjóraspjallið hefst kl. 12. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.

Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Viðburður á facebook

Myndband frá uppsetningu sýningarinnar

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur