23. mars 2019 - 15:00

Sýningaropnun: Núna norrænt /Now Nordic

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýningaropnun í Hafnarhúsi kl. 15.00 - laugardaginn 23. mars - helgina fyrir HönnunarMars. Norræn hönnunarsýning á nýjum verkum 28 hönnuða og hönnunarteyma frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.

Danska fyrirtækið Adorno, sem vinnur að því að kynna alþjóðlega hönnun á heimsvísu, valdi sýningarstjóra frá löndunum fimm til þess að tefla fram nokkrum af bestu hönnuðum hvers lands. Sýningin hefur þegar verið sett upp í Kaupmannahöfn og London.

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands opnar sýninguna. Kristian Snorre Anderssen, annar eigandi Adorno ávarpar gesti.