12. júní 2017 - 9:00 til 16. júní 2017 - 12:00
19. júní 2017 - 13:00 til 23. júní 2017 - 16:00

Sumarnámskeið: Spunaleikhús fyrir 13-16 ára

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Fimm daga spunaleikhús og listnámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára: Það besta sem hefur komið fyrir heiminn eru únglíngar.

Á námskeiðinu verða ýmsar tilraunir gerðar með ólík listform. Unnið verður út frá sviðslistum, gjörningum, dansi og leiklist, og í lok námskeiðsins verður haldin sýning í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu.

Leiðbeinandi er Una Margrét Árnadóttir myndlistarmaður.

Þátttakendur fá innsýn í heim sviðslista með þjálfun í frjálsri tjáningu og koma fram í öruggu umhverfi og góðum félagsskap.

Aðalatriðið er að hafa gaman í skemmtilegum hóp og þá getur allt gerst! 

Skráning hér: 
Námskeið I: 12-16 júní frá kl. 9-12 
Námskeið II: 19-23 júní frá kl. 13-16 

Verð: 16.000 kr. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka greiðanda. 
Takmarkaður fjöldi.

Frístundavefurinn 

Verð viðburðar kr: 
16 000