11. júní 2018 - 9:00 til 15. júní 2018 - 12:00
18. júní 2018 - 9:00 til 22. júní 2018 - 12:00

Sumarnámskeið: Listmálun fyrir 10-12 ára

Sumarnámskeið: Listmálun fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Hvernig málar maður alvöru málverk?
Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist þar sem farið er í undirstöður listmálunar.
Nemendur fá innsýn í ævintýralegan heim málarans, hvernig maður töfrar fram alla regnbogans liti með litafræðinni og hvernig býr maður til ljós og skugga í mynd.
Nemendur fá að skoða mismunandi tækni og áhöld, fá að heyra sögur af listamönnum og auðvitað að mála sitt eigið málverk.

Námskeiðið fer fram á Kjarvalsstöðum og allur efniviður innifalin í verðinu.
Þátttakendur þurfa aðeins að mæta í fötum sem mega fá slettur á sig og gott að hafa smá hressingu meðferðis.

Leiðbeinandi: Halldór Ragnarsson myndlistarmaður

Smiðja I 
11.-15. júní frá kl. 9-12

Smiðja II
18.-22. júní frá kl. 9-12

Takmarkaður fjöldi.

Skráning fer fram á Frístundavefnum

Námskeiðsgjöld eru kr. 16.000

 

 

Verð viðburðar kr: 
16 000